Leitarorð: Þýskaland

Þýskaland

Flest þekktustu vínræktarsvæði Þýskalands liggja að fljótunum Rín og Mósel og má þar nefna Rheinpfalz, Rheinhessen, Rheingau og Baden. Öll hafa þau sín sérkenni allt eftir því hvar borið er niður. Stærst þessara svæða – og raunar umfangsmesta vínræktarsvæði Þýskalands – er Rheinhessen. Vínræktarsvæðið teygir sig yfir svæðið á hæðunum við Rín á milli borganna Mainz og Worms.