
Fiskmarkaðurinn
Það er asískt andrúmsloft sem tekur á móti manni þegar gengið er inn úr íslenskri nepjunni í hitabeltisveröld Fiskmarkaðarins. Í húsinu við Aðalstræti, sem áður hýsti Maru og þar áður Stick n’Sushi, er búið að skapa hlýlegt og framandi umhverfi sem sækir innblástur jafnt til Indókína sem japanskrar naumhyggju.