
Moutard-fjölskyldan framleiðir vín bæði í Champagne og Búrgund og þetta freyðivín er Crémant sem framleiddur er Búrgundarmegin með kampavínsaðferðinni, það er kolsýrugerjun í flösku. Blanc de Blanc merkir að það eru einungis notaðar hvítar þrúgur, í þessu tilviki Chardonnay-þrúgur ræktaðar í Chablis. Þetta er virkilega aðlaðandi freyðivín, freyðir fínlega, sætur og þroskaður sítrusávöxtur í nefinu, límónur og greip í bland við rifs. Það er vel balanserað, ferskt með mjúkri, rjómakenndri áferð.
90%
3.490 krónur. Frábær kaup. Virkilega skemmtilegur Crémant.
-
9