Finca Martelo 2019

Finca Martelo er eitt hinum stórkostlegu vínum La Rioja Alta, víni sem ætlað er að vera samtímaútgáfa af rauðu Rioja-víni stillt upp samhliða hinum sígildu vínum hússins er halda í hefðina. Uppistaðan í blöndunni er auðvitað Tempranillo (95%) en það er smá hlutfall af Mazuelo, Garnacha og hinni hvítu Viura allt af gömlum vínvið frá Torre de Ona í Rioja Alavesa. Þetta er módern útgáfa af Rioja, mikill rauður ávöxtur, skógarber, rifsber, jarðarber, safaríkt, kryddað og ný eik áberandi. Þarna eru súkkulaðibaunir, kókos, sedrus og pipar. Ferskt og líflegt, enn unglegt, tannískt og míneralískt. Mjög aðgengilegt nú þegar en líka vín til að geyma.

100%

5.599 krónur. Frábær kaup.

  • 10
Deila.