
Þetta georgíska rauðvín kemur frá Kondoli-ekrum vínhússins Marani í Kakheti-víngerðarhéraðinu. Vínið er blanda tveggja sígildra þrúgna, hinnar georgísku Saperavi og frönsku Merlot. Kondoli er dökkt og mikið vín, svartur ávöxtur, plómur, krækiber í nefi, kóngabrjóstsykur. Þetta er massívt vín, þykkt og kröftugt í munn, flottur tannískur strúktúr, yfirbragðið svolítið Bordeaux-legt.
90%
4.400 krónur. Frábær kaup. Umhellið þessu vínið og njótið með bragðmiklu, hægelduðu kjöti eða þá villibráð.
-
9