Camus

Cam­us hef­ur sér­stöðu hvað tvennt varð­ar. Það er stærsta kon­íaks­fyr­ir­tæk­ið, sem enn er rek­ið sem fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Cam­us-fjöl­skyld­an hef­ur fram­leitt kon­íak allt frá ár­inu 1863, er fyr­ir­tæk­ið var stofn­að af Je­an-Baptiste Cam­us og er nú­ver­andi að­al­stjórn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, Je­an-Paul Cam­us, full­trúi fjórðu kyn­slóð­ar­inn­ar. Bróð­ir hans, Phil­ippe, er yf­ir­mað­ur Frakk­lands­deild­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Þá hef­ur fyr­ir­tæk­ið um ára­bil ver­ið ráð­andi á heims­mark­aði hvað varð­ar sölu á há­gæða­kon­íaki eða í flokk­un­um fyr­ir of­an VSOP, þ.e. Na­poléon, XO, Extra og rán­dýr­um sér­teg­und­um sem að­al­lega er að finna í toll­frjáls­um versl­un­um. Af því leið­ir einnig að mik­il­væg­ustu mark­að­ir fyr­ir­tæk­is­ins eru ekki í Evr­ópu fyrst og fremst, þar sem uppi­staða neysl­unn­ar er VS-kon­íak, held­ur í As­íu, þar sem mik­il sala er í dýru kon­íaki þótt reynsl­an sýni að hættu­legt geti ver­ið að treysta al­far­ið á asíska mark­aði fyr­ir lúx­us­af­urð­ir.

Í upp­hafi ald­ar­inn­ar var Rúss­land einn allra mik­il­væg­asti mark­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins og hafði sá mark­að­ur ver­ið byggð­ur upp af annarri kyn­slóð fjöl­skyld­unn­ar, þeim Ga­ston og Ed­mond Cam­us. Var kon­íaks þeirra neytt við hirð Rússa­keis­ara. Þessi mark­að­ur varð að engu við bylt­ing­una. Með ár­un­um tókst hins veg­ar að byggja upp við­skipt­in við Rúss­land (eða Sov­ét­rík­in eins og rík­ið hét þá) að nýju og seldi fyr­ir­tæk­ið mik­ið af brennd­um vín­um og kon­íaki þang­að en fékk á móti einka­leyfi til inn­flutn­ings á Moskovsk­aya-vodka til Frakk­lands. Enn í dag á fjöl­skyld­an í tölu­verð­um við­skipt­um við Rússa.

Það var hins veg­ar Michel Cam­us í næstu kyn­slóð, sem mót­aði þá stefnu er fyr­ir­tæk­ið hef­ur fylgt til þessa, það er að ein­beita sér að sölu og fram­leiðslu á há­gæða­kon­íaki. Michel var á stöð­ug­um ferða­lög­um um heim­inn til að kynna kon­íakið sitt og sann­færð­ist um að besta færi fyr­ir­tæk­is­ins til mark­aðs­sókn­ar væri að ein­beita sér að efri gæða­flokk­un­um þar sem kon­íaks­risarn­ir væru það öfl­ug­ir á öðr­um svið­um.

Hann lagði mikla áherslu á toll­frjálsa sölu í frí­höfn­um sem var ört stækk­andi mark­að­ur upp úr miðri öld­inni. Stefna Michels var að fram­leiða minna en betra og von­ast til að fólk myndi með tím­an­um læra að meta þá stefnu. Hann virð­ist hafa veðj­að á rétt­an hest því und­an­far­in ár er há­gæða­kon­íak sá flokk­ur er sala eykst hlut­falls­lega mest í.

Cam­us hef­ur að­set­ur sitt í mið­borg Cognac. Fjöl­skyld­an á vín­ekr­ur í Borderies, Grand Champagne og Fine Champagne og eru vín­in það­an eim­uð í fjór­um eim­ing­ar­hús­um, sem eru mjög mis­mun­andi að stærð. Hið minnsta stend­ur við Château d’Uffaut í Grande Champagne þar sem fjöl­skyld­an á vín­ekr­ur.

Je­an-Paul Cam­us dreg­ur enga dul á að sér­staða Cam­us-kon­íaks bygg­ist á því að í blönd­urn­ar sé not­að mik­ið af kon­íaki frá Borderies-svæði. Það er minnsta svæði kon­íakhér­aðs­ins og vín það­an mjög eft­ir­sótt þar sem Borderies-koníök gefa mikla þyngd og fyll­ingu, sem kem­ur hinni end­an­legu kon­íaks­blöndu til góða.

Cam­us-fjöl­skyld­an á ræt­ur sín­ar í Borderies og þar er einnig að finna ætt­ar­setr­ið Pless­is-höll. Tveir þriðju af vín­ekrum fjöl­skyld­unn­ar eru í Borderies en um þriðj­ung­ur í Grand og Fine Champagne. Vín frá öðr­um svæð­um, sem not­uð eru í ódýr­ari blönd­ur, eru að­keypt. Je­an-Paul und­ir­strik­ar að sér­staða fyr­ir­tæk­is­ins felist í fjöl­skyldu­rekstr­in­um og þeirri trygg­ingu sem hann veiti. Gald­ur­inn á bak við há­gæða­kon­íak sé einmitt að um ára­tuga­skeið hafi ver­ið kom­ið upp birgð­um af góð­um, eldri koníök­um er nota megi til að gera hina flóknu loka­blöndu.

Je­an-Paul sér sjálf­ur um að blanda öll koníök Cam­us og þeg­ar sem tán­ing­ur hóf hann að nema þá tækni af föð­ur sín­um Michel. Um nokk­urra ára skeið hafa syn­ir hans tveir, Je­an-Baptiste og Cyril, bú­ið sig und­ir það að taka við fyr­ir­tæk­inu og gegna nú æðstu stöð­um þess. 

Deila.