Rioja

Ein af kvísl­un­um út úr ánni Ebro heit­ir Rio Oja og er þekktasta rauð­víns­hér­að Spán­ar lík­lega nefnt eft­ir ánni. Þeir eru þó til sem hall­ast að þeirri kenn­ingu að nafn­ið Ri­oja sé dreg­ið af forn­um ætt­bálki er bjó á svæð­inu fyr­ir tíma Róm­verja og nefnd­ist Ruccones og síð­ar Ri­u­go­nes. Ri­oja-vín­in hafa átt mik­inn þátt í því að byggja upp ímynd spænskra gæða­vína og náð undra­góð­um ár­angri. Hinn þykki, eik­aði stíll Ri­oja-vína með áber­andi vanillu­tón­um og góð­um þroska höfð­ar til ­margra vín­unnennda. Ís­lend­ing­ar eru þar eng­in und­an­tekn­ing og hafa vín frá Ri­oja ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mik­il í hópi þeirra vína er mestra vin­sælda hafa not­ið hér á landi síð­ast­lið­in ár. Má nefna fram­leið­end­ur á borð við Montecillo, Marques de Riscal, Faustino og Domecq í því sam­bandi.

Ri­oja er í norð­aust­ur­hluta Spán­ar suð­ur af borg­inni Bil­bao. Ri­oja skipt­ist í þrjú und­ir­svæði, Ri­oja Alta, Ri­oja Ba­ja og Ri­oja Ala­vesa. Nokk­ur mun­ur er á þess­um svæð­um. Ri­oja Alta (Efri ­Rioja) og Ri­oja Ala­vesa er að finna í hlíð­um Kanta­bríu­fjalla. Sval­ir loft­straum­ar frá Atl­ants­hafi hafa áhrif á veðr­áttu og úr­koma er nokk­ur. Í Ri­oja Ba­ja (Neðri Ri­oja) er lofts­lag­ið hins veg­ar mun þurr­ara og heit­ara. Vín af vest­ur­svæð­un­um tveim­ur eru því sýru­- og ávax­­tar­meiri og ­­yfi­­rleitt f­­ágaðri, en ví­­nin frá aus­­tu­­rsvæ­­ðinu R­­ioja B­­aja þyngri, fla­­tari og áfen­­gari og rau­­nar er ræk­­tun á græ­­nmeti og ávö­­xtum mi­­ki­­lvæ­­gari fy­­rir íb­­úana þar en ví­­nrækt. ­A­lgengt er að blanda sa­­man vín­um frá fra­­mleiðsl­­usv­æ­ðu­­num enda eiga flest vín­ger­­ða­­rhú­­sin ekki ek­­rur sjálf hel­­dur kaupa þrú­­gur af sjá­l­fstæ­­ðum ví­­nræk­­ten­­dum.

Lega hé­­ra­­ðsins er að mörgu leyti ei­­nstök. Kant­­abrí­­ufjö­­llin vernda R­­ioja f­­yrir hinu svala loft­­slagi Nor­­ður-Spá­­nar og D­­emanda-fja­­llga­­rð­u­­rinn í suðri ský­­lir fy­­rir ve­­ðuro­­fs­­anum sem stun­­dum e­­inke­­nnir h­­ásléttu Spá­­nar. Ræk­­tu­­na­­r­­aðstæ­­ður eru því að mörgu leyti e­­insta­­kar í ­­Rioja og ra­­unar ekki e­­inun­­gis fy­­rir vín. Pa­prik­ur hér­aðs­ins eru til að mynda róm­að­ar um all­an Spán og það sama má segja um asp­as­inn. Mat­ar­gerð Ri­oja er því með þeirri betri á Spáni og ein­kenn­ist af fersku hrá­efni sem mat­reitt er á ein­fald­an hátt. Íbú­ar Ri­oja eru hlý­legt og lífs­glatt fólk sem hik­ar ekki við að gefa sér góð­an tíma yf­ir ljúf­fengri mál­tíð er gesti ber að garði. Mik­ið er borð­að af grill­uðu kjöti og græn­meti, allt frá stór­um nauta­steik­um yf­ir í smá­lömb og á vet­urna eru þung­ir pott­rétt­ir, með miklu af baun­um, kart­öfl­um og bragðmikl­um chorizo-pyls­um vin­sæl­ir.

Ri­oja er að mörgu leyti ein­angr­að hér­að og það út­heimt­ir nokkra fyr­ir­höfn að ferð­ast þang­að. Það er sama úr hvaða átt er kom­ið, nauð­syn­legt er að aka yf­ir fjall­garða til að kom­ast að svæð­inu. Því fer ekki mik­ið fyr­ir ferða­mennsku í Ri­oja þótt hér­að­ið sé vissu­lega fag­urt og svæð­ið er strjál­býlt, ef und­an er skil­in borg­in Logroño.

Til Ri­oja héldu þó fransk­ir vín­gerð­ar­menn í hóp­um eft­ir að rót­ar­lús­ lagði ek­­rur Fra­­kklands í eyði á sí­­ðari hluta nít­­jándu a­­ldar og mar­­gir ­­vín­­­­­­­­­­­ger­­ða­­rmenn sáu fram á að þeir mundu ekki fr­­amleiða af­­tur vín í Frak­­klandi en í R­­ioja var nóga vinnu að hafa þar sem franska ma­­rk­­aðinn þyrsti e­­ftir víni er frans­­kir bæ­­ndur gátu ekki len­­gur fra­­mleitt. Fles­­tir komu frá Bo­­rdeaux, sem er skammt ha­­ndan Pýrene­­afja­­llanna en einnig eru dæmi um að v­­ínger­­ða­­rmenn hafi flutt til R­­ioja alla leið frá Bú­­rgund. Þrátt fyr­ir að vín­gerð Ri­oja eigi sér nokk­urra þús­unda ára sögu er það með þess­ari frönsku inn­rás sem Ri­oja-vín­in taka á sig þá mynd sem við þekkj­um í dag. Frakk­arn­ir fluttu með sér þekk­ingu og þeir hófu að móta vín­in í anda vína frá Bord­eaux. Auk þekk­ing­ar fluttu þeir með sér þrúg­una Ca­ber­net Sauvignon og 225 lítra eik­ar­tunn­ur er á frönsku nefn­ast barriques en Spán­verj­ar kalla barricas bor­del­esas. Ri­oja var mik­il­vægt fram­leiðslu­svæði fyr­ir og raun­ar hófu fram­leið­end­ur þar að nota eik­artunn­ur við út­flutn­ing á víni um einni öld áð­ur en áhrif­anna frá Bor­deaux fór að gæta. Það var einnig vegna franskra áhrifa að í Ri­oja fóru að spretta upp vín­gerð­ar­hús, bode­g­as, ekki ósvip­uð þeim í Frakk­landi. Mik­ill upp­gang­ur var í vín­rækt í Ri­oja á þess­um ár­um en aft­ur fór að halla und­an fæti í lok nítj­ándu ald­ar er vín­rækt fór í gang á nýj­an leik í Frakk­landi.

Ann­ar aft­ur­kipp­ur kom með spænsku borg­ara­styrj­öld­inni á fjórða ára­tugn­um og í raun var það ekki fyrr á síð­ari hluta tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar að Ri­oja fór að bragg­ast á ný. Vín­lög­gjöf­in frá 1970 setti vín­rækt í land­inu öllu í fast­ari skorð­ur og að­stæð­ur á út­flutn­ings­mörk­uð­um fóru að vænkast. Má segja að vín­in frá Ri­oja hafi stöðugt ver­ið að batna síð­an og virð­ist ekk­ert lát á sókn þeirra. Gíf­ur­lega mik­ið hef­ur ver­ið fjár­fest í hér­að­inu á síð­ustu ára­tug­um. Göm­ul vín­gerð­ar­hús hafa ver­ið end­ur­reist og ný sprott­ið upp. Nýrri tækni er beitt, jafnt á vín­ekrum sem við vín­gerð­ina.

Það sem ein­kenn­ir stíl Ri­oja-vín­anna fyrst og fremst er geymsl­an á vín­inu. Geymslu­tím­inn ræð­ur því einnig hvern­ig vín­in eru skil­greind. Ef vín­in eru seld ung án þess að hafa ver­ið geymd í eik falla þau und­ir skil­grein­ing­una Sin Cri­anza. Næsti flokk­ur þar fyr­ir of­an er Cri­anza en það eru vín sem eru kom­in á þriðja ár áð­ur en þau eru seld og hafa þar af þroskast í það minnsta ár á eik­artunn­um. Þá koma Res­erva-vín­in en þau hafa ver­ið lát­in þroskast að minnsta kosti í þrjú ár og þar af ekki styttri tími en ár á tunnu. Efsti flokk­ur­inn nefn­ist Gr­an Reserva en til að hljóta þá skil­grein­ingu verð­ur vín­ið að hafa þroskast að minnsta kosti tvö ár á tunnu og þrjú ár á flösku áð­ur en það er sett á mark­að.

Þetta seg­ir þó auð­vit­að ekki alla sög­una. Yfir­leitt nota fram­leið­end­ur jafn­framt betri vín í Res­erva og Gr­an Res­erva held­ur en í Cri­anza og einnig verð­ur að hafa í huga að DO-regl­urn­ar segja ein­ung­is til um lág­marks­kröf­ur. Það er mjög mis­jafnt eft­ir fram­leið­end­um og ár­göng­um hversu lengi vín­in eru geymd í raun. Sum­ir setja vín­in á mark­að um leið og þeir eiga þess kost sam­kvæmt regl­un­um en aðr­ir bíða þar til vín­ið hef­ur náð þeim þroska sem þeir telja að eigi að ein­kenna sín vín. Það er því ekki óal­gengt að vand­að­ur fram­leið­andi selji vín er hef­ur ald­ur til að flokk­ast sem Gr­an Res­erva sem Res­erva og einnig er ekki óal­gengt að finna Cri­anza-vín frá góð­um fram­leið­anda sem stæði und­ir því að vera Res­erva. Regl­urn­ar segja ekki held­ur til um hvern­ig tunn­ur eigi að nota við geymsl­una og þar kem­ur stíll vín­gerð­ar­hús­anna oft í ljós.

Hin sí­gildu Ri­oja-vín byggj­ast á am­er­ískri eik frem­ur en franskri en sú am­er­íska gef­ur af sér feit­ara og vanillu­rík­ara bragð. Einnig er mis­jafnt hvaða stærð af tunn­um er not­uð og hversu gaml­ar þær eru. Sum­ir nota stór­ar og gaml­ar tunn­ur, sem löngu eru hætt­ar að gefa af sér við­ar­bragð en aðr­ir nota nýj­ar barricas sem hafa mik­il áhrif á vín­ið, sem þroskast í þeim.

Ann­að sem taka verð­ur til­lit til er þrúgu­val­ið. Fimm þrúg­ur setja að­al­lega mark sitt á vín­in frá Ri­oja: Tempranillo, Garnacha (Grenache), Mazu­elo (Ca­rign­an), Graci­ano og Ca­ber­net Sauvignon. Notk­un á þeirri síð­ast­nefndu er þó háð und­an­þág­um þótt marg­ir telji að Ca­ber­net-vín­við­ur, gróð­ur­sett­ur á nítj­ándu öld, sé út­breidd­ari en menn vilja vera láta. Þá má einnig nota hvítu þrúg­una Vi­ura í blönd­ur. Tempr­anillo er langal­geng­asta Ri­oja-þrúg­an og er rúm­lega önn­ur hver rauð þrúga, sem rækt­uð er á svæð­inu, af þess­ari teg­und. Tempranillo er al­geng á flest­um helstu vín­rækt­ar­svæð­um Spán­ar og má segja að hún sé eins kon­ar þjóð­ar­þrúga Spán­verja þótt Garnacha sé rækt­uð í meira magni. Vín úr Tempranillo eru dökk, krydd­uð, áfeng og með frem­ur lágt sýru­magn. Garnacha veit­ir mýkt, áfengi og fyll­ingu, Mazu­elo veit­ir tannín og sýru og vín úr Graci­ano eru ilm­rík, með mikl­um tannín­um og sýru. Við þær að­stæð­ur sem ríkja á Spáni gef­ur Ca­ber­net Sauvignon af sér mýkri vín en í Bor­deaux og með þroskaðri tannín­um. Það er síð­an vín­gerð­ar­manna að meta hvaða stíl þeir vilja. Sum­ir nota all­ar þrúg­urn­ar, sum­ir ein­ung­is Tempranillo.

Á síð­ustu ár­um hef­ur Ri­oja-stíll­inn ver­ið að breyt­ast. Gömlu, þungu og eik­uðu vín­in eru á und­an­haldi en bjart­ari, þykk­ari og ávaxta­meiri vín eru í sókn, vín sem lík­ari eru þeim „al­þjóð­lega“ stíl er hef­ur ver­ið að ryðja sér til rúms. Í flest­um til­vik­um er þó þessi þró­un til góðs, þar sem hún ryð­ur ekki ein­kenn­um Rioja í burtu held­ur skerp­ir þau með hreinna bragði auk þess sem ein­kenni hvers fram­leið­anda koma bet­ur í ljós. Ólíkt því sem raun­in er ann­ars stað­ar virð­ist þessi þró­un því auka á breidd­ina í stað þess að fletja allt út í alls­herj­ar með­al­mennsku. Að­ferð­irn­ar, sem not­að­ar eru til að ná þess­um mark­mið­um, eru yf­ir­leitt að láta vín­safann liggja leng­ur með hýð­inu ( macer­ation), styttri tíma á eik og lengri tíma á flösku.

Einn­ar ekru vín eru einnig far­in að skjóta upp koll­in­um sem og dýr of­ur­vín á borð við Torre Muga. Þá verð­ur stöðugt al­geng­ara að fram­leið­end­ur setji á mark­að vín, sem bund­in eru við ákveð­in und­ir­svæði inn­an Ri­oja, og þá að­al­lega Ri­oja Alta og Ala­vesa í stað þess að blanda öllu sam­an í einn pott.

Þótt Ri­oja sé þekkt­ast fyr­ir rauð­vín­in (sem eru jafn­framt 75% heild­ar­fram­leiðslu hér­aðs­ins) verða hvítvín það­an stöðugt at­hygl­is­verð­ari. Lengi vel voru þau yf­ir­leitt flöt og óspenn­andi en á síð­ustu ár­um hafa kom­ið æ fleiri vín, ekki síst úr þrúg­unni Vi­ura, sem hafa til að bera jafnt þokka sem fersk­leika. 

Deila.