Estragongúrkur

Það er hægt að gera margt úr agúrkum. Hér er ein tillaga sem á mjög vel við grillaðan mat t.d. kjúkling í myntu og kókosmarineringu:

Flysjið gúrkurnar, skerið í tvennt langsum og fræhreinsið.

Skerið gúrkurnar niður í búta, ca. sentimeter á breidd og þykkt og 4-5 sentimetra á lengd.

Setjið gúrkubitana í skál og saltið mjög hressilega. Látið liggja í um korter eða þar til bitarnir eru orðnir mjúkir. Varist að láta þá liggja of lengi, því þá er hætta á að þeir dragi of mikið salt í sig. Skolið vel. 

Útbúið einfalda vinaigrette: saxið tvo hvítlauksgeira eða skalottulauk smátt. Blandið saman dijon-sinnepi, estragonediki og pískið. Setjið laukinn út í og pískið ólívuolíu saman við. Bragðið af með salti og pipar. 

Ef þið eigið ekki estragon-edik er hægt að setja teskeið eða tvær af þurrkuðu estragoni saman við. 

Blandið saman við gúrkubitana og berið fram sem meðlæti. 

Deila.