El Coto Crianza 2005

El Coto de Rioja er með stærstu vínframleiðendum Spánar. Þetta er grunnvínið þeirra, Crianza sem legið hefur á eikartunnum í eitt ár og á flösku í annað ár áður en það fer á markað. Að sjálfsögðu úr þrúgunni Tempranillo. Þetta er snoturt rauðvín með dökkum ávexti í nefi, plómum og jarðarberjum, ásamt einiberjum og kaffi. Milliþungt og með þokkalega lengd. Prufið með krydduðu grilluðu lambi.

1.869 krónur. 87/100

 

 

Deila.