Bertani Le Lave 2006

Þetta norður-ítalska hvítvín er afskaplega gott, hvort sem er eitt og sér eða með sumarmáltíð. Bertani er flottur framleiðandi og þetta vín úr þrúgunum Garganega og Chardonnay er nútímalegur og flottur Soave. Ljóst á lit, grösugt með ferskjum, perum og þurrkuðum apríkósum í nefi, þykkt með mildri sýru og miðlungslengd. Fágað og glæsilegt.

Reynið með grilluðaðri lúðu eða bleikju.

3.090 krónur. 90/100

 

 

Deila.