Kartöflubátar

Lygilega auðvelt að elda og lygilega gott með grillmatnum.  Það eina sem þarf er kartöflur, ólívuolía og Maldon-salt.

Hitið ofninn í um 200 gráður

Skerið kartöflurnar í bita. Í tvennt ef þær eru litlar en annars í fernt. Mjög stórar kartöflur er best að skera fyrst í tvennt á lengdina og síðan hvorn helminginn í fernt.

Veltið bitunum upp úr ólívuolíu og setjið á bökunarpappír. Látið hýðishliðina á kartöflunum snúa niður. Stráið salti yfir. Bakið í 40 mínútur eða þar til að þær eru farnar að verða brúnar og stökkar að utan en mjúkar í gegn ef stungið er gaffli í þær.

Saltið örlítið á ný. Einnig getur verið gott að krydda bátana með nýmuldum pipar. Til tilbreytingar má einnig dreifa fínt saxaðri flatlaufa steinselju yfir bátana áður en þeir eru bornir fram.

Deila.