Samstarf Vínóteksins og mbl.is

Nýr vefur um mat og vín var opnaður á www.mbl.is í dag í samstarfi við Vínótekið. Vefinn er að finna á slóðinni www.mbl.is/matur.

Þetta samstarf hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og ánægjulegt að það skuli nú orðið að veruleika. Á vefnum munu m.a. birtast víndómar, veitingahúsarýni, uppskriftir og fleira frá Vínótekinu. Um leið og til dæmis nýr víndómur birtist á Vínótekinu birtist hann samhiða á hinum nýja vef Morgunblaðsins. Margvíslegt annað efni verður einnig að finna á vefnum, til að mynda færslur þeirra moggabloggara sem einbeita sér að matargerð.

 

 

 

Deila.