Dr. Loosen Bernkasteler Lay Riesling Kabinett 2007

Hvers vegna í ósköpunum eru þýsku Riesling-vínin ekki vinsælustu hvítvín í heimi veltur maður fyrir sér þegar maður smakkar fantagóð eintök eins og þessi. Þjóðverjar hafa því miður verið of duglegir við að flytja út of mikið af sætum og slepjulegum hvítvínum á síðustu áratugum. Það stenst þeim hins vegar nær enginn snúning þegar kemur að því að láta Riesling-þrúguna njóta sín til fulls.

Ernst Loosen í Móseldalnum er einn virtasti framleiðandi Þýskalands og var til að mynda verið kjörinn maður ársins hjá Decanter árið 2005, sem er ein mesta upphefð sem hægt er að fá í vínheiminum. Vínin hans hins langt í frá því að vera öll rándýr eins og hið ágæta Villa Loosen sem hér er fáanlegt sýnir og sannar.

Bernkasteler Lay er Kabinett-vín frá ekrunum í kringum hús Loosen-fjölskyldunnar í Bernkastel. Sæt og mjúk ferskju og blómaangan með steinefnum. Hefur þægilega og ekki of mikla ávaxtasætu í munni, sæt vínber, þýkkt með töluverðri lengd.

Tilvalinn fordrykkur, með bleikju og sítrónu eða asískum mat. Reynið með sushi.

1.995 krónur

 

Deila.