Olivier Leflaive Pinot Noir 2007

Búrgundarvín eru því miður allt of sjaldséð í vínbúðunum sem annars staðar, ekki síst þau rauðu. Það er því alltaf fagnaðarefni þegar slík vín frá góðum framleiðanda bætast við úrvalið.

Olivier Leflaive Pinot Noir 2007 er fyrst og fremst úr þrúgum af Cote de Beaune-svæðinu. Vín úr Pinot Noir frá Búrgund eru yfirleitt meira út í fínleikann en kraftinn (þótt vissulega séu á því stórkostlegar undantekningar sem sameina þetta tvennt). Mild skógarberjaangan, reykur og nýskorið birki í nefi. Miliþungt í munni, ágætlega þétt með léttum tannínum og sýru.

Nýtur sín vel með kjöti, ekki síst köldum kjötréttum (kjúklingasalat?) eða mildum ostum. Best að bera það fram jafnvel örlítið kælt miðað við íslenskan stofuhita en lang frá því kalt eða í kringum 18 gráður.

2.450 krónur.

 

 

Deila.