Little James&#39 Basket Press Rautt

Louis Barroul hjá Chateau de Saint Cosme er einn af stjörnuframleiðendum suðurhluta Rhone. Little James’ er hins vegar vín flokkað sem vin de table án árgangs. Það er hins vegar ekkert ómerkilegt við þetta vín sem er að uppistöðu til úr þrúgunni Grenache. Barroul notar svo kallað Solera-kerfi líkt og beitt er við sérrí-framleiðslu þar sem eldri árgöngum er blandað saman við yngri vín til að ná fram meiri dýpt.

Vínið hefur unglega en djúpa angan af dökkum blómum og rauðum berjum, fíkjum og lakkrís, í munni bjart, opið og nokkuð kryddað. Þægilegt vín með alvöru Rhone-einkennum.

Reynið með grilluðu kjöti, ekki síst ef Miðjarðarhafslegar kryddjurtir á borð við rósmarín, óreganó og timjan koma við sögu.

2.149 krónur

 

Deila.