Bisceglia Terra di Vulcano Falanghina 2008

Falanghina er ekki með þekktari þrúgum Ítalíu. Hún er upprunninn í suðurhluta landsins og er algengust í Kampanía-héraði. Þaðan kemur þetta hvítvín, nánar tiltekið af svæðinu Benevento, þótt framleiðandinn Bisceglia sé með höfuðstöðvar sínar og víngerð í nágrannahéraðinu Basilicata. Mario Biscecgla er með athyglisverðustu framleiðendum svæðisins og eru öll vín hans lífrænt ræktuð.

Terra di Vulcano Falanghina 2008 er hreinlega dúndurgott. Sæt og þroskuð Granny Smith epli og Williams perur í nefi ásamt hvítum blómum og kiwi. Bragðið einkennist af þykkum og bragðmiklum ávexti, ferskri sýru og góðu jafnvægi.

Fjölhæft vín með mat en reynið t.d. með pastaréttum þar sem sítróna kemur við sögu, s.s. þessum eða þessum.

2.120 krónur.

 

Deila.