Epla Martini

Þetta er svokallaður Vodka Martini – þ.e. í raun ekki klassískur Martini og mætti því einnig kalla hann Eplatini. Það eru til margar uppskriftir að Epla Martini, hlutföllin á milli vodka og eplalíkjörs eru mismunandi og stundum er jafnvel bætt við eplasafa. Svona er hann hins vegar bestur, einfaldur og með vodka og eplalíkjör til helminga.

3 cl Vodka

3 cl De Kuyper Sour Apple

Hristið með klaka og hellið í Martini-glös. Skreytið með þunnri grænni Granny Smith eplaskífu.

Einfaldara – en líka betra – gerist það varla.

Deila.