The Stump Jump Chardonnay 2008

Framleiðandinn D’Arenberg segir þetta vín vera létteikað eða „lightly wooded“ og það er réttnefni. Ástralir hafa stundum verið svolítið örlátir á eikina og þar með kæft hinn ljúfa ávöxt sem þrúgurnar þeirra geta gefið af sér. Hér fær hann hins vegar að njóta sín með fínlegu undirspili frá eikinni.

Þetta er lítil hitabeltisávaxtabomba með þurrkuðum ferskjum og niðursoðnum perum og ananas, angan eiginlega út í ananasfrómas. Þykktin heldur áfram í munni, vínið er feitt og eikin veitir allt að því rjómakennda mýkt sem verður þó aldrei yfirþyrmandi. Vínið hefur jafnframt ágætis sýru sem tryggir ferskleikann.

Sem fordrykkur eða með asískum eða asískt krydduðum réttum.

2.120 krónur.

 

 

Deila.