Breyttar áherslur á B5

Nýjar áherslur á matseðli voru kynntar á B5 í Bankastræti í vikunni. Staðurinn hefur löngum notið mikilla vinsælda sem bar en færri hafa vitað að þar er einnig boðið upp hið ágætasta eldhús. Guðmundur Halldórsson á B5 segir að markmiðið sé að hafa á boðstólum góðan bistro-mat. Á hinum nýja matseðli kennir margra grasa og er sérstaklega ánægjulegt að sjá að verðinu er mjög stillt í hóf. Kosta aðalréttirnir flestir rétt rúmar tvö þúsund krónur.

Deila.