Breytingar á Vínótekinu

Vínótekið tekur smávægilegum breytingum í dag sem felast fyrst og fremst í nokkrum viðbótum á forsíðu. Þar er nú að finna þrjá nýja efnisflokka.

Í fyrsta lagi bætist við flokkur sem heitir „Fréttir“ og eins og nafnið felur í sér verður þar að finna upplýsingar um ýmislegt sem er á döfinni í tengslum við mat, vín og veitingahús á Íslandi og víðar. Einnig verður nú hægt að nálgast nýjustu kokkteilana sem bætast við í kokkteilasafnið. Fyrir þá sem kjósa að fara beint inn á kokkteilasíðuna er nú hægt að gera það á slóðinni www.kokkteilar.is auk þess sem útlit hennar breytist örlítið. Kokkteilarnir hafa einnig eignast sína eigin Facebook-síðu. Hægt að skrá sig beint á hana með því að fara í kassann hægra megin á kokkteilasíðunni og fá þar með streymið af nýjum kokkteilum þegar þeir birtast.

Þriðji nýji efnisþátturinn gengur undir heitinu „Vínkjallarinn“ en þar verður að finna valdar greinar úr forðabúri Vínóteksins um einstaka víngerðarlönd, víngerðarhéruð, framleiðendur og annað í þeim dúr.

Það hafa margir haft samband og beðið um að prentútlit síðunnar yrði bætt og hefur því nú verið kippt í liðinn.

Ef lesendur hafa einhverjar hugmyndir að umfjöllun eða aðrar ábendingar eru þær ávallt vel þegnar. Netfangið er steingrimur.sigurgeirsson@gmail.com en einnig er hægt að nota formið neðst til hægri á síðunni þar sem stendur „sendu okkur línu“.

Deila.