Kahlúa-kökukeppnin 2009

Íslensk Ameríska ásamt Kahlúa og Puratos efna til kökugerðarkeppni sem haldin verður í Gyllta Sal

Hótel Borgar laugardaginn 26. september 2009.

Keppendur útbúa tvær kökur sem verða að innihalda Kahlúa líkjör og Puratos bökunarvörur.

Fimm manna dómnefnd undir forsæti Hafliða Ragnarssonar mun dæma kökurnar með tilliti til bragðs, útlits og samsetningar.

Gyllti Salurinn verður svo opnaður almenningi kl. 15 og mun gestum þá gefast kostur á að smakka kökurnar. Einnig verður Kahlúa kynnt í ýmsum útfærslum.

Úrslitin verða tilkynnt kl. 17með viðhöfn.

Kakan sem ber sigur úr býtum mun hljóta titilinn “Kahlúa kaka ársins 2009”.

Deila.