Catena fær lof

Catena hefur um árabil verið leiðandi afl í vínframleiðslu Argentínu. The Wine Advocate, fréttabréf Roberts Parkers, fjallar á dögunum um vínin frá Catena og hælir þeim í hástert. Catena Malbec 2006, sem er fáanlegt í vínbúðunum á 2.998 krónur, fær 91 punkta og Catena Chardonnay, sem einnig fæst hér á landi fær 90 punkta. Fyrr á þessu ári var Nicolás Catena kjörinn maður ársins af Decanter Magazine, áhrifamesta víntímariti Evrópu. Var það rökstutt með því að Catena hefði breytt kúrsi argentínskrar vínræktar til hins betra.

Deila.