Brúni fíllinn

Þessi kokteill kemur frá Suður-Afríku og er um margt ólíkur hinum hefðbundnu evrópsku og norður-amerísku kokteilum. Með því að blanda saman rjómalíkjörnum, mjólk og kóladrykk næst hins vegar drykkur sem er þykkur og sætur en að sama skapi fremur ferskur og ekki of þungur.

  • 4,5 cl Amarula Cream
  • 10 cl mjólk
  • 10 cl Coca Cola

Setjið Amarula og mjólk í kokteilhristara ásamt klaka og hristið vel. Hellið í hátt kokkteilglas og hellið ísköldu kókinu út í. Hrærið varlega í drykknum.

Deila.