Vín vikunnar

Vín frá Nýja heiminum voru allsráðandi síðustu vikuna. Af fimm nýjum vikum eru tvö frá Nýja-Sjálandi og þrjú frá Argentínu. Nýsjálensku fulltrúarnir eru frá framleiðandanum Saint Clair og úr línunni Vicars Choice. Þrúgurnar þær tvær þrúgur sem hafa reynst njóta sín best við hinar nýsjálensku aðstæður.

Vicars Choice Sauvignon Blanc 2008 og Vicars Choice Pinot Noir 2008 eru bæði mjög fínir fulltrúar. Það verður einnig að segjast um argentínsku vínin. Catena Malbec 2006 er þrusurauðvín og ekki er hið hvíta Catena Chardonnay 2007 síðra. Malbec er fyrir löngu orðin helsta tákn argentínskrar víngerðar þó svo að hún eigi uppruna sinn í suðvesturhluta Frakklands. Þetta er þrúga vínanna frá Cahors og einnig oft notuð við blöndun Bordeaux-vína.

Þriðja argentínska vínið er ódýrt og ágætt rauðvín, Criollo Cabernet-Shiraz 2008.

Smellið á nafn vínanna til að lesa nánar um þau. Alla víndóma má svo  nálgast með því að smella hér.

Það er við hæfi að myndskreytingin með vínum vikunnar þessa vikuna sé frá Mendoza í Argentínu.

Deila.