Grant Burge Barossa Shiraz Filsell 2003

Fyrir skömmu fjallaði ég um Barossa Old Vines Shiraz frá Grant Burge sem fæst enn á eldgömlu verði, hér er annað vín,  meira að segja skörinni ofar í gæðum, þetta er einnar ekru Barossa, sem gefur hrikalega mikið fyrir peninginn. Shiraz frá Barossa er yfirleitt stór og mikill um sig og þetta vín er þar engin undantekning.

Grant Burge Barossa Shiraz Filsell 2003 er klassískur Barossa. Sultaðar plómur og sólberjalíkjör  (creme de cassis) í nefi töluvert kryddað með vindlatóbaki, kókos og vanillu, jafnvel örlitlum ekvalyptus og spritti (varúð, þetta er 15% vín). Feitt og þykkt í munni, með flauelsmjúkum tannínum.

Reynið með fitusprengdu nautakjöti á borð við Ribeye eða Prime-Rib.

2.295 krónur

 

 

Deila.