Vínsmökkunarkvöld

Vínótekið hefur tekið að sér að halda nokkur vínsmökkunarkvöld í samvinnu við hið frábæra starfslið hjá Frístundum Ísland. Fyrsta kvöldið verður núna á fimmtudaginn og þá munum við fjalla um frönsk vín og setja þau í samhengi við vínheiminn í heild sinni. Frakkland er jú að mörgu leyti lykillinn að þessu öllu, þaðan koma þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Sauvignon Blanc, Chardonnay og Syrah. Í október og nóvember verða svo vínkvöld þar sem við fjöllum um og smökkum vín frá öðrum Evrópuríkjum og Nýja heiminum.

Allt verður þetta létt og skemmtilegt og sniðið að þörfum þeirra sem vilja taka sín fyrstu skref inn í vínheiminn.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig með því að smella hér.

Deila.