Columbia Crest Merlot 2005

Þetta rauðvín kemur frá stærsta framleiðanda Washington-ríkis í Bandaríkjunum. Loftslag þar er nokkuð frábrugðið til dæmis hinu kaliforníska og ekki síst er það Merlot-þrúgan sem nýtur sín best á þessum slóðum.

Columbia Crest Grand Estates Merlot 2005 er vel gert rauðvín, eikað og farið að sýna byrjandi þroska. Dökkt súkkulaði og ristaðar kaffibaunir  og viður í nefinu ásamt dökkum, þroskuðum kirsuberjum. Hefur góðan þéttleika í munni, mjúkt og aðgengilegt.

Með til dæmis svínakjöti eða kálfi.

2.398 krónur.

 

 

Deila.