Bestu ostar Bretlands í Ostabúrinu

Bresku ostaverðlaunin eða The British Cheese award voru veitt í Cardiff um síðustu mánaðamót. Breska blaðið The Times greinir ítarlega frá verðlaununum. Svo skemmtilega vill til að þrír af ostunum sem fengu sérstaka viðurkenningu eru nú í sölu hjá Eirnýju í Ostabúrinu í Nóatúni. Það eru ostarnir Quickes Cheddar frá Quickes í Devon sem var valinn besti Cheddar-osturinn, Gubbeen, sem var valinn besti írski osturinn og Colston Bassett Stilton. Við segjum nánar frá þessum ostum á næstunni og veitum dæmi um hvernig hægt er að nota þá í uppskriftir.

Deila.