Tangó

Þessi litríki og ljúffengi kokkteill var búinn til af Hauki Ólafssyni á Argentínu steikhúsi og byggir á skemmtilegri blöndu af dökku rommi og eplalíkjör.

4 cl Havana Club Anejo Especial

2 cl De Kuyper Sour Apple

5 cl Sprite

2 cl Grenadine

1/2 lime

Drykkurinn er byggður upp í háu kokkteilglasi. Byrjið á því að skera hálfa lime í sneiðar og kreista safann úr þeim í glasið. Fyllið síðan glasið af muldum klaka og komið lime-sneiðunum fyrir með reglulegu millibili.

Hellið romminu og eplalíkjörnum í glasið. Fyllið upp með Sprite og toppið loks með Grenadine-sírópi sem er látið renna niður klakafyllt glasið. Berið fram með röri.

Deila.