Kalkúnasamloka

Það er mikið kjöt á kalkúnum og þrátt fyrir að allir taki hressilega til matar verður alltaf töluverður afgangur af fuglinum. Það er margt hægt að gera með þessa afganga og tilvalið að búa til góða ameríska samloku.

Ristið sneiðar af góðu millidökku brauði. Smyrjið aðra þeirra með amerísku sinnepi og hina með majonnesi. Ef þið viljið vera meira „gourmet“ á því er hægt að gera heimatilbúið aioli bragðbætt með hvítlauk og einhverjum kryddjurtum. Stökksteikið beikon og setjið 2-3 lengjur á aðra brauðsneiðina ásamt niðursneiddum tómati og stökku salati. Þá setjið þið skammt af kalkúnakjöti og lokið samlokunni.

 

Deila.