Daredevil

Þessi kokkteill er eldheitur. Hversu heitur ræðst auðvitað svolítið af því hversu mikinn chilipipar þið treystið ykkur til að nota. Best er að yfirkeyra hann ekki til að annað fái að njóta sín en það verður þí að vera smá bit í kokkteilnum.

  • Lítil sneið af rauðum chilipipar
  • 2 cl De Kuyper Apricot Brandy
  • 3 cl Absolut Vodka
  • 2 cl mangósafi
  • 1 cl mangósíróp

Merjið litla sneið af chili í glasi kokkteilhristarans. Hristið saman Apricot Brandy, vodka, safa og síróp ásamt klaka í kokkteilhristara. Hellið í glasið. Skreytið með chilipipar.

Deila.