Bava Malvasia di Castelnuovo don Bosco

Þetta dökkbleika og léttfreyðandi vín kemur frá Asti á Norður-Ítalíu og er framleitt úr þrúgunni Malvasia.

Bava Malvasia di Castelnuovo don Bosco er bjart í nefi með ljúfri og sætri blóma- og berjaangan. Þarna eru greinileg jarðaber og hindber en sömuleiðis fersk og sæt kirsuber. Þessi berjakokkteill heldur áfram í munni með mildri sætu sem verður aldrei það mikið að vínið verði væmið. Það freyðir mjúkt og þægilega, vínið nett og kvenlegt.

Þetta freyðivín hentar vel sem fordrykkur og þá t.d. með súkkulaðitoppuðum jarðarberjum eða þá sem eftirréttarvín með berjum og rjóma eða ávaxtakökum eða ostakökum.

2.490  krónur

Deila.