Faustino Semi Seco

Það er dýrt að kaupa kampavín þessa stundina og leit að góðum freyðivínum. Hér er svolítið spennandi vín á ferðinni. Það eru ekki mörg freyðivín framleidd í Rioja en þau eru til. Þetta vín er gert úr þrúgunum Macabeo og Chardonnay. Og það sem meira er, þetta er Méthode Tradicional-freyðivín, þ.e. freyðivín framleitt á sama hátt og kampavín, þar sem síðari gerjunin fer fram í flöskunni sjálfri.

Þetta freyðivín er virkilega snoturt og smart, freyðir þægilega, bragðið hreint og milt. Þetta er semi-seco vín, þ.e. ekki skrjáfþurrt en sætan er engu að síður mjög hófstillt, meira eins og ávaxtasæta. Í nefi græn epli og rauð ber, ekki síst hindber, nokkuð þykkt og feitt í munni.

1.799 krónur, sem tryggir vínunni fjórðu stjörnuna, enda frábær gæði fyrir verð.

 

 

Deila.