Grískur Kapama- kjúklingur

Gríska matargerðin er dæmigerð Miðjarðarhafsmatargerð hvað hráefni varðar. Það leynir sér hins vegar ekki í mörgum uppskriftum að Grikkland er í austurhluta Miðjarðarhafsins. Í Kapama-kjúkling eða „Kota Kapama“ koma til dæmis krydd og brögð við sögu sem minna á Austurlönd nær.

 • 1 stór kjúklingur, bútaður í átta bita
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 1 dós tómatapúrra
 • 3 kanilstangir
 • 1 tsk kanilkrydd
 • 2 lárviðarlauf
 • 1 lauxur, saxaður
 • 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1 msk sykur
 • 2 dl vatn
 • smjör
 • salt og pipar
 • Parmesan-ostur
 • 500 g smágert pasta, t.d. makaróní eða mini-penne

Kryddið kjúklingabitana með salti, pipar og kanil. Bræðið um 2 msk af smjöri í þykkum potti og brúnið kjúklingabitana vel.

Blandið saman maukuðu tómötunum, tómatapúrrunni, sykri og vatni. Hellið yfir kjúklinginn í pottinum og setjið svo kanilstengurnar og lárviðarlaufin útí.

Steikið laukin og hvítlaukin í smjöri á annarri pönnu og bætið síðan út í kjúklingapottinn. Látið malla undir loki í 50 mínútur.

Eldið pastað skv leiðbeiningum. Það er gaman að bera þennan rétt fram á stóru fati. Setjið soðið pastað á fatið og hellið síðan kjúklingaréttinum yfir.

Samkvæmt hinni upprunalegu grísku uppskrift á að bera fram rifinn Kefalotiri-ost með þessu öllu. Hann er hins vegar ekki fáanlegur hér á landi en Parmigiano eða Grana Padano getur vel komið í hans stað.

Með þessu kröftugt suður-evrópskt rauðvín á borð við Luzon Jumilla.

Deila.