Emiliana Sauvignon Blanc 2009

Bio Bio er syðsta víngerðarsvæði Chile og aðstæður þar eru mjög frábrugðnar því sem er að finna um 500 km í norðar í Maípo, Colchagua og Curicó. Andes-fjöllin eru ekki mikill áhrifavaldur á loftslagið, sem er bæði svalara og rakara en í norðlægari víngerðarsvæðum.

Stöðugt fleiri víngerðarhús  eru farin aðr reyna fyrir sér í Bio Bio og ekki síst eru forvitnilegar aðstæður þar til hvítvínsræktunar. Það sést á þessu hvítvíni, lifrænt ræktuðum Sauvignon Blanc sem er mjög ólíkur í stílnum en þau chilensku Sauvignon Blanc sem við höfum kynnst til þessa.

Emiliana Sauvignon Blanc 2009 er ungt, grænt og ferskt, grösugt með sýrumiklum sítrus  – sítrónu og graslauk en einnig hitabeltisávöxt á borð við mangó. Þægilegt og aðlaðandi hvítvín, ekta sumarvín.

 

1.590 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.