Trivento Mixtus Shiraz Malbec 2009

Þetta er vín úr hinni endurnýjuðu Mixtus-línu argentínska vínhússins Trivento en í þeirri línu eru þrúgur paraðar saman tvær og tvær, í þessu tilviki Shiraz og Malbec.

Bjart og berjamikið með jarðarberjum og hindberjum í nefi. Milt og mjúkt með mildri sætu og örlitlum votti af tannínum. Þægilegt og ljúft. Þetta er ekki vín fyrir flóknar máltíðir heldur frekar garðveislur, saumaklúbba og kokkteilboð.

1.399 krónur. Mjög góð kaup, verðið tryggir víninu þriðju stjörnuna.

 

Deila.