Pieropan Soave 2008

Pieropan-fjölskyldan í bænum Soave í Veneto á Ítalíu hefur fyrir löngu haslað sér völl sem einhver besti framleiðandi hvítvína á Ítalíu en nánar má lesa um þetta merka vínhús með því að smella hér.

Pieropan Soave 2009 er rismikkið og tignarlegt hvítvín. Í nefinu greip og lime ásamt hvítum blómum og nýbökuðu brauði. Í munni míneralískt, skarpt og ferskt. Þetta er vín sem stendur vel eitt og sér en er fyrst og fremst nær fullkomið matarvín sem smellur til dæmis að flestum sjávarréttum.

2..595 krónur

 

Deila.