Piccini Orvieto 2009

Orvieto eru hvítvín frá Úmbríu á miðhluta Ítalíu en þetta Orvieto Classico er úr smiðju vínhússins Piccini, sem hefur aðsetur í Toskana en framleiðir vín víða á Ítalíu.

Piccini Orvieto Classico 2009 er sprækt með skarpri og ferskri sýru, angan af sítrusberki, heyi og möndlum. Ágæta lengd í munni með góðri sýru. Passar ágætlega með grilluðum fiski.

1.450 krónur

 

Deila.