Bandarískar múffur eða cupcakes slá yfirleitt alltaf í gegn enda litríkar og gómsætar og hér er einn rammamerísk uppskrift að slíkum.
Innihald
- 5 dl hveiti
- 3,5 dl sykur
- 3 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 4 eggjahvítur
- 100 g smjör
- 2,5 dl mjólk
- 2 egg
- 1 ½ tsk vanilludropar
Þessi uppskrift gerir um 24 múffur.
Aðferð
- Hitið ofninn í 180 gráður.
- Blandið saman hveiti, sykur, lyftidufti, smjöri, mjólk og vanilludropum. Þeytið á lágum hraða í um 2 mínútur. Setjið síðan eggjahvíturnar út í og þeytið áfram á háum hraða þangað til deigið verður loftkennt eða í um 2 mínútur.
- Bætið nú eggjunum tveimur saman við og þeytið stuttlega saman.
- Setjið deigið í múffuformin og fyllið hvert form upp að um tveimur þriðju. Raðið formunum á ofnplötu og bakið í 20-25 mínútur, stingið þá tannstöngli í eina múffuna til að sjá hvort hún sé tilbúin.
- Kælið kökurnar áður en kremið er sett á þær.
Múffukrem (fyrir 24 múffur)
Innihald
- 300 g smjör
- 500 g flórsykur
- 2 tsk vanilludropar
- 4 tsk heitt vatn (sjóðið, ekki nota hitaveituna)
Aðferð
- Hrærið saman smjörinu og flórsykrinum með handþeytara.
- Bætið vanilludropum og vatni saman við.
- Hrærið áfram þantað til að kremið er mjúkt og fínt.
- Blandið matarlit saman við kremið. Gaman er að nota mismunandi liti, hafa t.d. þriðjungi af kreminu rautt, þriðjung grænt og þriðjung gult.
- Setjið kremið í kremsprautu og sprautið á múffurnar.
- Skreytið með kökuskrauti, smartís eða öðru litríku og góðu.