Pizza með beikoni, fetaosti og klettasalati

Beikon og fetaostur eru ríkjandi í þessari pizzu og ferska klettasalatið í lokin punkutrinn yfir i-ið. Eins og alltaf mælum við með því að þið notið pizzastein til að fá sem mestan hita undir pizzuna.

Hráefni

 • 1 skammtur pizzadeig
 • Tómatapassata
 • beikon
 • grillaðar paprikur olíulegi
 • 1 kúla af ferskum mozzarella
 • 1 stór krukka fetaostur í kryddlegi
 • 1/2 laukur
 • klettasalat

Aðferð

 1. Fletjið deigið út og dreifið þunnu lagi af tómatasósu (passata) yfir botninn.
 2. Skerið laukinn í skífur og dreifið yfir.
 3. Dreifið beikonsneiðum yfir botninn.
 4. Setjið nokkrar paprikursneiðar á botninn. Hellið mestu af olíunni frá fetaostinum og drefið honum síðan yfir. Það er ágætt að taka hann upp úr krukkunni með skeið til að of mikil olía slæðist ekki með. Það fylgir alltaf einhver olía með ostinum, við viljum hins vegar ekki drekkja pizzunni.
 5. Skerið mozzarellakúluna í sneiðar og dreifið yfir.
 6. Bakið á pizzasteini á grilli eða í ofni á hæsta hita þar til botninn er stökkur og osturinn hefur bráðnað.
 7. Dreifið klettasalati yfir pizzuna áður en hún er borin fram.

Þessi pizza kallar eiginlega á hvítvín til dæmis hið suður-afríska Two Oceans Pinot Grigio.

Deila.