Ca Rugate Valpolicella Ripasso 2008

Ripasso eru vín sem liggja á milli hefðbundinna Valpolicella-vína og Amarone-vína. Þau síðarnefndu er gerð úr þurrkuðum þrúgum og hrati sem verður til við Amarone-víngerðina er bætt út í vínlöginn og gerjun sett af stað á ný.

Þetta Ripasso frá Ca’Rugate er hrikalega flott, þykkur rauður berjamassi, sultaður rabarbari, ristaðar heslihnetur og rjómasúkkulaði. Í nefi er vínið áfengt, ágengt og þykkt. Tilvalið fyrir íslenska villibráð og kryddjurtir. Reynið t.d. með villigæs eða hreindýri.

3.998 krónur.

 

Deila.