Amarula Mint Star

Er þetta rjómalíkjörsútgáfa af Mojito eða er þetta kannski eitthvað allt annað? Dæmi hver fyrir sig.

8 cl Amarula

3 cl Havana Club romm (ljóst)

8 myntulauf

1 tsk rifinn sítrónubörkur

flysjaður sítrónubörkur

Merjið myntulaufin milli puttanna og setjið í kokkteilhristara ásamt Amarula, rommi, rifnum sítrónuberki og klaka. Hristið í 30 sekúndur. Hellið í martini-glas. Skreytið með myntulaufum og/eða sítrónuberki.

Deila.