Ca Rugate Rio Albo Valpolicella 2009

Tessari-fjölskyldan  hefur stundað vínrækt um langt skeið en hóf fyrst  að framleiða vín undir nafninu Ca’ Rugate árið 1986. Þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur notið vaxandi hylli og með opnun á nýrri víngerð árið 2001 verið í mikilli sókn.

Þetta er þungaviktar Valpolicella og á lítið skylt við mikið af því þunnildi sem selt er undir þessu merka nafni. Hér nær Corvina-þrúgan að sýna hvað í henni býr án þess að vera þurrkuð líkt og í Amarone-vínum. Þéttur, ferskur og þykkur kirsuberjaávöxtur, djúpur án þess að verða þungur,  Áferðin mjúk með mjúkum tannínun og mildri matvænni sýru.

2.597. Frábær kaup á því verði og fær því hálfa stjörnu í viðbót. Hvers vegna ekki með kalkún?

 

Deila.