Montes Merlot 2009

Það þarf vart að kynna vínin frá Montes í Chile en hér er á ferðinni nýr árgangur af vín Merlot-víninu í Reserve-línunni. Þrúgurnar eru ræktaðar í Colchagua- dalnum, sem er að verða eitt besta rauðvínssvæði Chile.

Vínið er dökkt á lit, áferðin mild, mjúk og feit, með angan af súkkulaði, núggati og vanillu. Feitt og pólerað.

1.899 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.