Pizza með prosciutto og eggi

Pizzur þar sem ekki er notuð tómatasósa á botninn eru kallaðar Pizza bianca eða hvítar pizzur á ítölsku en sú aðferð er ekki síst algeng í Lazio eða á Rómarsvæðinu. Þetta er útgáfa af hvítri pizzu með ítalskri skinku og eggi.

  • 1 skammtur pizzudeig
  • 1 bréf ítölsk hráskinka, prosciutto
  • 1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 2 pokar ferskar mozzarella-kúlur
  • egg
  • ólívuolía
  • oreganókrydd

Hitið ofninn í 225-250 gráður.

Fletjið deigið út þunnt. Penslð botninn með góðri ólívuolíu og sálrið oregano yfir. Dreifið lauksneiðunum yfir botninn. Skerið mozzarella-kúlurnar í sneiðar og dreifið yfir. Dreifið skinkusneiðunum yfir botninn. Brjótið eggið og setjið á miðjan botninn. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til botninn er orðinn stökkur en eggið helst ekki alveg eldað í gegn.

Einfaldur en góður Chianti með t.d. Da Vinci Chianti.

Deila.