Villa Loosen Riesling 2009

Ernst Loosen er einn helsti snillingur samtímans í þýskri víngerð og vínin frá Dr. Loosen í Bernkastel við Mósel valda yfirleitt ekki vonbrigðum.

Villa Loosen Riesling er byrjunarvínið hjá Loosen, ungur og unaðslegur Mósel-Riesling, léttur, ferskur með þægilegri sætu sem verður aldrei ágeng heldur leikur við sýruna í víninu. Fersk angan af sítrusávöxtum, lime, mandarínu og sætum greipávexti í bland við suðræna ávexti. Líflegt og sprækt í munni, vín sem hentar vel sem fordrykkur eða með krydduðum asískum rétum.

1.650 krónur. Frábær kaup, lág áfengisprósentan (8,5%) heldur verðinu í skefjum.

 

Deila.