Chapoutier Belleruche 2009

Chapoutier er einn af bestu framleiðendum Rhone-héraðsins í Frakklandi og er öll framleiðsla fyrirtækisins þar að auki orðin lífræn eða lífefld. Þetta vín fellur í flokk hina lífefldu.

Belleruche 2009 er klassísk Cotes-du-Rhone blanda úr Grenache og Syrah. Ungt og mikið. Þetta er vín sem er afskaplega heillandi núna, kröftugt og mikið en mun ná góðum þroska á næstu 3-4 árum. Skarpur krækiberja- og rifsberjaávöxtur. Kryddað, mild eik með vott af lakkrís/anís í munni. Ágeng en mjúk tannín. Leyfið víninu að anda í smá tíma og hellið því gjarnan í karöflu til að leyfa því að njóta sín til fulls.

2.449 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.