Mint Julep

Mint Julep eru kokteilar ættaðir úr Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem myntu og sykri er blandað saman við bourbon. Í þessari útgáfu Christian Hägg á bar Kolabrautarinnar í Hörpunni er hins vegar brugðið aðeins út af venjunni og notað gott koníak. Hann ber hins vegar drykkinn fram í silfurbolla líkt og söguleg hefð er fyrir.

Vætið hrásykurmola með Angostura Bitter. Setjið í glas ásamt skvettu af sódavatni og merjið með staut þannig að sykurinn leysist upp.

Næst koma:

  • 5 cl Camus VSOP
  • fersk mynta
  • dass af púðursykursírópi
  • mulinn klaki

Hristið vel í kokkteilhristara og hellið í glas. Skreytið með myntu.

 

 

Deila.