Döðluterta með karamelluhjúp

Uppskriftinni að þessari döðlutertu var gaukað að okkur en í henni kemur margt gott saman s.s. döðlur, piparmyntusúkkulaði og yndisleg karamellusósa.

Botnar

 • 4 egg
 • 2 ½  dl sykur (200 g)
 • 2 ½  dl döðlur (200 g)
 • 100 g súkkulaði
 • 2 ½  dl kókósmjöl (um 75 g )
 • 2 ½ dl hveiti ( 125 g )

Fylling

 • 2 ½  dl rjómi
 • 100 g fyllt piparmyntusúkkulaði

Krem

 • 1 ½  dl rjómi
 • 1 dl sykur (85 g )
 • 1 ½  ms sýróp
 • 2 ms smjör
 • 1 tsk vanillusykur

Kökuskreyting:

 • 2 ½  dl rjómi

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður.

Þeytið egg og sykur vel saman.

Brytjið döðlur og súkkulaði, kókosmjöli og hveiti saman við eggin.

Skiptið deiginu í 22 sm form og bakið í  í  15-20 mín. Leyfið botnunum að kólna.

Þeytið rjómann. Brytjið piparmyntusúkkulaðið og blandið saman við rjómann. Setjið á milli botnanna.

Þá er komið að kreminu. Sjóðið saman rjóma, sykur og síróp þar til blandan verður þykk. Takið pottinn af hitanum og hrærið smjör og vamilludropa saman við. Smyrjið ofan á tertuna og látið leka niður hliðarnar.

Þeytið rjómann og sprautið utaná tertuna.

Deila.