Bakaður hvítlaukur

Bakaður hvítlaukur verður mjúkur og sætur og hægt að nota á margvíslega vegu.

Hitið ofninn í 150 gráður

Skerið „toppinn“ ofan af hverjum hvítlauk. Setjið hvítlaukana í þykkan pott eða ofnfast fat með loki. Það er líka hægt að nota minni form og loka með álpappír.

Hellið olíu yfir hvítlaukana. Saltið.

Setjið í ofninn og bakið undir loki í um 55 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

Leyfið lauknum að kólna og losið þá geirana úr hýðinu.

 

Deila.